Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. júní 2019 09:40
Elvar Geir Magnússon
Man Utd býður Pogba launahækkun - Lampard fundar á snekkju
Powerade
Verður Pogba áfram hjá Man Utd?
Verður Pogba áfram hjá Man Utd?
Mynd: Getty Images
Coutinho til PSG?
Coutinho til PSG?
Mynd: Getty Images
Pogba, Bale, Lampard, Felix, Willian, Coutinho, Dembele og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman.

Manchester United mun bjóða franska miðjumanninum Paul Pogba (26) allt að 500 þúsund pund í vikulaun. Hann yrði þá launahæstur í ensku úrvalsdeildinni. Real Madrid og Juventus hafa sýnt honum áhuga. (Mail)

Bayern München hefur ekki gert tilboð í Gareth Bale (29), vængmann Real Madrid. Þetta segir umboðsmaður velska landsliðsmannsins. (ESPN)

Frank Lampard, stjóri Derby, mun ræða við Roman Abramovich, eiganda Chelsea, í þessari viku. Fundurinn mun fara fram um borð í snekkju Abramovich. (Sun)

John Terry, aðstoðarstjóri Aston Villa, gæti tekið við Derby ef Lampard tekur við Chelsea í sumar. (Mail)

Chelsea vill bjóða Lampard (40) þriggja ára samning. (ESPN)

Benfica hafnar þeim fréttum að Atletico Madrid sé að vinna kapphlaupið um portúgalska sóknarleikmanninn Joao Felix (19). Manchester City er meðal áhugasamra félaga. (AS)

Chelsea hefur hafnað 35 milljóna punda tilboðum frá Barcelona og Atletico í Brasilíumanninn Willian (30). (Sky Sports)

Paris St-Germain vill ganga frá kaupum á Philippe Coutinho (27) frá Barcelona eftir Copa America. (AS)

Manchester United hefur einnig áhuga á Coutinho en leikmaðurinn vill ekki fara á Old Trafford af virðingu við Liverpool, hans fyrrum félag. (Sky Sports)

Barcelona hefur sagt Liverpool að félagið geti gert tilboð í Ousmane Dembele (22) en þá þurfi að borga yfir 90 milljónir punda. (TeamTalk)

Crystal Palace hefur hafnað tilboði frá Manchester United í enska hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (21). (Sky Sports)

Þá hefur United gert 40 milljóna punda tilboð í franska varnarmanninn Issa Diop (21) hjá West Ham. Tilboðinu var hafnað. (Telefoot)

Aston Villa hefur spurt Huddersfield Town út í varnarmanninn Terence Kongolo (25). (Mail)

Villa og Leicester vilja fá táninginn James Justin (19) sem leikur sem bakvörður hjá Luton. (Star)

Enski vængmaðurinn Sheyi Ojo (21) hjá Liverpool er að ganga frá lánssamningi við Rangers í Glasgow. (Evening Standard)

West Ham hefur sagt Eibar að félagið sé tilbúið að nýta sér 13,4 milljóna punda riftunarákvæði í samningi spænska miðjumannsins Joan Jordan (24). (Marca)

Manchester City íhugar að fá spænska bakvörðinn Angelino (22) til baka frá PSV Eindhoven, ári eftir að hafa selt hann. (Sun)

Everton er bjartsýnt á að enski bakvörðurinn Leighton Baines (34) muni skrifa undir nýjan samning. (Liverpool Echo)

Manchester United er nálægt því að gera samkomulag við Juan Mata (31) um nýjan samning. (Mirror)

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (26) hefur sagt Roberto Martínez landsliðsþjálfara að hann verði að yfirgefa Manchester United. (Het Laatste Nieuws)

Enski sóknarmaðurinn Martell Taylor-Crossdale (19) hjá Chelsea er í læknisskoðun hjá Hoffenheim. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner