Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. júní 2019 21:09
Arnar Helgi Magnússon
Pepsi Max-deildin: Blikar endurheimtu toppsætið - Tvö glæsimörk
Blikar fagna í kvöld.
Blikar fagna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Guðjón skoraði mark beint úr aukaspyrnu.
Guðjón skoraði mark beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 3 Breiðablik
1-0 Ævar Ingi Jóhannesson ('49 )
1-1 Aron Bjarnason ('65 )
1-2 Guðjón Pétur Lýðsson ('78 )
1-3 Alexander Helgi Sigurðaron ('90)

Breiðablik endurheimti toppsætið í Pepsi Max-deildinni í kvöld með 1-3 sigri á Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð bragðdaufur og tókst hvorugu liðinu að skora í fyrri hálfleik en vindurinn setti töluvert strik í reikninginn.

Síðari hálfleikur var ekki gamall þegar Stjarnan komst yfir með marki frá Ævari Inga.

Hilmar Árni tók þá aukaspyrnu fyrir utan teig og reyndi skotið en boltinn hrökk í varnarmann Blika og þaðan til Ævars sem að setti boltann yfirvegað í netið nánast af vítapunktinum.

Blikar sóttu stíft eftir að hafa lent undir og það var varamaðurinn Aron Bjarnason sem að jafnaði leikinn fyrir Blika með stórglæsilegu marki en hann sneri boltann upp í samskeytin úr þröngu færi eftir stutta hornspyrnu. Gjörsamlega geggjað mark.




Blikar fengu aukaspyrnu á flottum stað á 77. mínútu þegar Baldur Sigurðsson braut á Guðjóni Pétri rétt fyrir utan vítateig Stjörnunnar. Guðjón Pétur tók spyrnuna sjálfur og hamraði boltanum í netið beint úr spyrnunni og kom Blikum yfir!




Stjarnan náði lítið að ógna síðustu mínúturnar og Blikar gengu á lagið í uppbótartíma þegar Alexander Helgi innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði þriðja mark liðsins í uppbótartíma eftir frábæran undirbúning Arons Bjarnason.

Blikar eru nú með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar en KR er í öðru sæti og leikur við Val á morgun. Stjarnan er í sjöunda sæti eftir leik kvöldsins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner