Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. júní 2019 16:16
Elvar Geir Magnússon
Rodrygo Goes: Verð stressaður þegar ég hitti Hazard
Rodrygo Goes fékk bolamynd með Roberto Carlos í dag.
Rodrygo Goes fékk bolamynd með Roberto Carlos í dag.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Rodrygo Goes var formlega kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid í dag en þessi 18 ára leikmaður hefur verið frábær með Santos í heimalandinu.

Real Madrid samdi við Santos á síðasta ári um Rodrygo en talið er að hann muni byrja með varaliðinu.

„Ég hef sagt í mörg ár að draumurinn sé að spila fyrir Real Madrid. En ef ég byrja með varaliðinu þá er það ekkert vandamál. Ég verð að sýna auðmýkt," segir Rodrygo.

Hjá Real hittir hann eitt af átrúnaðargoðum sínum, belgíska landsliðsmanninn Eden Hazard sem kom frá Chelsea.

„Hazard er leikmaður sem ég hef alltaf fylgst vel með. Ég var meira að segja með mynd af honum á skjánum á símanum mínum. Núna á ég möguleika að spila með honum! Ég verð örugglega mjög stressaður þegar ég hitti Hazard en þetta er eitthvað sem ég verð að venjast í Madríd," segir Rodrygo.
Athugasemdir
banner
banner