Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 18. júní 2019 21:50
Arnar Helgi Magnússon
Sjáðu glæsimörkin tvö sem að Blikar skoruðu í Garðabæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tyllti sér á topp Pepsi Max-deildarinnar með 1-3 útsigri á Stjörnunni í kvöld.

Stjarnan komst yfir í upphafi síðari hálfleik þegar boltinn datt fyrir Ævar Inga inni í teig Blika og Ævar stýrði boltanum í netið.

Tvö glæsimörk frá Blikum fylgdu í kjölfarið. Aron Bjarnason jafnaði metin korteri eftir að Stjarnan tók forystuna.

„VÁ! Gauji með stutt horn á Aron sem er alveg úti á vinstri kantinum, nánast við endalínuna og smyr hann uppi í skeytin fjær! Alvöru mark hjá varamanninum," skrifaði Egill Sigfússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net um markið.

Guðjón Pétur Lýðsson kom Blikum síðan yfir með marki beint úr aukaspyrnu sem að hann fiskaði sjálfur.

„Gauji skorar þá bara úr aukaspyrnunni! Frábær aukaspyrna hjá Gauja, setur hann yfir vegginn og í bláhornið, Blikar búnir að snúa þessum leik við!" sagði Egill í lýsingunni.

Alexander Helgi innsiglaði síðan sigur Blika í uppbótartíma. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Myndbandið er fengið af Vísir.is

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner