Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Króatíu og Tékklands: Lovren mætir með læti
Lovren, fyrrum miðvörður Liverpool, er mættur í hjarta varnarinnar hjá Króötum.
Lovren, fyrrum miðvörður Liverpool, er mættur í hjarta varnarinnar hjá Króötum.
Mynd: Getty Images
Króatar voru arfaslakir í fyrsta leik sínum á EM þar sem þeir töpuðu fyrir Englandi, 1-0.

Þeir mæta Tékklandi í dag, en leikið er á Hampden Park í Glasgow í Skotlandi.

Það er tæpur klukkutíma í leik og byrjunarliðin eru klár. Dejan Lovren kemur inn í hjarta varnarinnar hjá Króötum og kemur Josip Brekalo einnig inn í liðið. Hann kemur inn fyrir Marcelo Brozovic og virðast Króatarnir sóknarsinnaðari í dag.

Tékkland vann frábæran 2-0 sigur gegn Skotlandi í fyrsta leik. Frá þeim leik gerir þjálfari þeirra eina breytingu. Tomas Holes kemur inn fyrir Alex Kral á miðsvæðinu. Króatar þurfa að passa vel upp á Patrik Schick sem skoraði bæði mörk Tékka í fyrsta leik, þar á meðal besta mark mótsins til þessa.

Byrjunarlið Króatíu: Livakovic, Vrsaljko, Lovren, Vida, Gvardiol, Modric, Kovacic, Perisic, Kramaric, Brekalo, Rebic.

Byrjunarlið Tékklands: Vaclik, Coufal, Celustka, Kalas, Boril, Holes, Soucek, Masopust, Darida, Jankto, Schick.
Athugasemdir
banner
banner
banner