Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann sýnir okkur takta sem eru zlatanskir"
Mynd: EPA
Hinn 21 árs gamli Alexander Isak hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu á Evrópumótinu í fótbolta.

Hann var maður leiksins í dag þegar Svíþjóð vann 1-0 sigur á Slóvakíu á EM í dag.

Þetta er hávaxinn framherji með góða tækni og mikinn sprengikraft. „Það er frábært fyrir hann að eiga svona frammistöðu," sagði Arnar Sveinn Geirsson á Stöð 2 Sport EM.

„Stórkostleg frammistaða hjá Isak og greinilegt að Svíarnir eru í ágætis málum fram á við."

Zlatan Ibrahimovic er ekki með Svíum vegna meiðsla. Þeim tveimur hefur oft verið líkt saman, en þeir væru líklega að spila saman í fremstu víglínu ef Zlatan væri heill.

„Hann sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir... þeir eiga Kulusevski líka og eru með flotta framherja," sagði Ólafur Kristjánsson.

Isak fór ungur að árum frá AIK í Svíþjóð til Borussia Dortmund. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var seldur til Real Sociedad á Spáni 2019. Hann skoraði 17 mörk í 34 deildarleikjum á Spáni á síðustu leiktíð. Sagan er sú að Dortmund geti keypt hann aftur fyrir 30 milljónir og þýska félagið hlýtur að skoða það, sérstaklega ef Erling Braut Haaland verður seldur.


Athugasemdir
banner
banner
banner