Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. júní 2022 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Fyrsti sigur Ólsara - Völtuðu yfir Magna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 5 - 1 Magni
1-0 Bjartur Bjarmi Barkarson ('30 )
1-1 Kristófer Óskar Óskarsson ('33 , Mark úr víti)
2-1 Bjartur Bjarmi Barkarson ('48 , Mark úr víti)
3-1 Andri Þór Sólbergsson ('54 )
4-1 Andri Þór Sólbergsson ('63 )
5-1 Adrian Sanchez ('71 )

Lærisveinar Guðjóns Þórðarson náðu loksins að vinna sinn fyrsta sigur í 2. deildinni í kvöld er þeir fengu Magna í heimsókn.

Víkingur Ólafsvík hefur litið illa út í upphafi sumars og voru fyrir leikinn í dag aðeins með tvö stig og þrjú mörk skoruð úr sex leikjum.

Bjartur Bjarmi Barkarson kom Ólsurum yfir eftir hálftíma leik í dag, en Kristófer Óskar Óskarsson jafnaði strax fyrir Magna. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Guðjón fór vel yfir málin í hálfleik og Ólsarar völtuðu fyrir Grenvíkinga í seinni hálfleiknum. Bjartur Bjarmi Barkarson skoraði sitt annað mark og gerði Andri Þór Sólbergsson tvö mörk. Adrian Sanchez gerði svo fimmta markið.

Lokatölur 5-1 og eru Ólsarar komnir með sinn fyrsta sigur, þeir er núna með fimm stig í níunda sæti. Það gengur ekki vel hjá Magna og eru þeir í fallsæti, í 11. sæti með fjögur stig. Óvænt staða sem er komin upp hjá liði sem var í Lengjudeildinni fyrir ekki svo löngu.

Magnamennn eru búnir að fá á sig langflest mörk, 22 talsins í sjö leikjum. Þetta er ekki þeirra fyrsti skellur í sumar.

Önnur úrslit:
2. deild: Ægismenn á góðri siglingu - Sjötti sigurinn kom gegn KF
Athugasemdir
banner
banner
banner