Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. júní 2022 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Völsungur gerði sex - Fjögur lið taplaus
Völsungur skoraði sex mörk.
Völsungur skoraði sex mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það verða fjögur lið taplaus í 2. deild kvenna þegar þessi dagur er á enda.

Grótta er á toppnum eftir 1-1 jafntefli gegn Álftanesi í dag; María Lovísa Jónasdóttir jafnaði metin fyrir Gróttu eftir að Hanna Sól Einarsdóttir hafði komið Álftanesi yfir.

Grótta hefur spilað fimm leiki og er með 11 stig eftir þá. Álftanes er með fjögur stig úr fjórum leikjum.

Í öðru sæti er ÍR með tíu stig og svo koma Fram og Völsungur - sem eru einnig taplaus - en þau hafa bara spilað þrjá leiki.

Bæði Fram og Völsungur tóku sigra í leikjum sínum í dag. Fram vann 3-2 sigur gegn KH og Völsungur fór illa með Sindra á Húsavík, 6-1. Allyson Abbruzzi Patterson og Sonja Björg Sigurðardóttir gerðu báðar tvö mörk fyrir Völsung í þeim leik. Fram er með níu stig og Völsungur er með sjö stig.

Hér fyrir neðan má sjá stöðutöfluna í heild sinni.

Grótta 1 - 1 Álftanes
0-1 Hanna Sól Einarsdóttir ('51 )
1-1 María Lovísa Jónasdóttir ('72 )

Völsungur 6 - 1 Sindri
1-0 Una Móeiður Hlynsdóttir ('17 )
2-0 Krista Eik Harðardóttir ('38 )
3-0 Sonja Björg Sigurðardóttir ('63 )
4-0 Allyson Abbruzzi Patterson ('72 )
5-0 Allyson Abbruzzi Patterson ('74 )
5-1 Regielly Halldórsdóttir ('74 )
6-1 Sonja Björg Sigurðardóttir ('89 )

Önnur úrslit:
2. deild kvenna: Sjáðu myndir - Fram með sigur í vígsluleiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner