Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. júní 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: KFG hafði betur í toppbaráttuslag
KFG vann góðan sigur á Sindra
KFG vann góðan sigur á Sindra
Mynd: KFG
KFG er komið upp í annað sæti 3. deildar karla eftir 2-1 sigur á Sindra á Samsung-vellinum í dag.

Tveir leikir fóru fram í 3. deildinni í dag en Elliði vann KFS 2-0 á Fylkisvellinum. Gylfi Gestsson kom Elliða yfir á 38. mínútu áður en Pétur Óskarsson bætti við öðru marki í upphafi síðari hálfleiks.

Elliði er í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig, jafnmörg og Sindri sem tapaði fyrir KFG í dag, 2-1.

Þessi toppslagur þýðir það að KFG er með jafnmörg stig og Dalvík/Reynir sem trónir á toppnum með betri markatölu.

Úrslit og markaskorarar:

Elliði 2 - 0 KFS
1-0 Gylfi Gestsson ('38 )
2-0 Pétur Óskarsson ('47 )

KFG 2 - 1 Sindri
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner