Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. júní 2022 22:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Hörður gerði átta í fyrsta sigrinum og Stólarnir komu til baka
Lærisveinar Donna í Stólunum eru á toppnum í B-riðli.
Lærisveinar Donna í Stólunum eru á toppnum í B-riðli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir leikir í 4. deild karla í dag og voru hvorki meira né minna en 17 mörk skoruð í þessum leikjum.

Hörður frá Ísafirði hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í sumar er þeir fengu KFB í heimsókn, en þeim tókst að landa sínum fyrsta sigri, og það með stæl.

Hörður lék á als oddi og vann að lokum 8-1 sigur. Sigurður Arnar Hannesson gerði þrennu og núna er Hörður í sjötta sæti A-riðils með þrjú stig, eins og KFB.

Í hinum leik dagsins gerði Tindastóll góða ferð suður og unnu þeir SR í átta marka leik. Tindastóll lenti 2-0 undir í leiknum en náði að koma til baka og landa góðum sigri.

Tindastóll er á toppnum í B-riðli með 14 stig, enn taplaust eftir sex leiki. SR er með sjö stig eftir sama leikjafjölda.

Hörður Í. 8 - 1 KFB
1-0 Sigurður Arnar Hannesson ('7 )
2-0 Sigurður Arnar Hannesson ('35 )
3-0 Felix Rein Grétarsson ('41 )
4-0 Jóhann Samuel Rendall ('60 )
5-0 Jóhann Samuel Rendall ('62 )
6-0 Sigurður Arnar Hannesson ('75 )
6-1 Bessi Thor Jónsson ('77 )
7-1 Daníel Wale Adeleye ('83 )
8-1 Pétur Jónsson ('90 )

SR 3 - 5 Tindastóll
1-0 Jóhannes Kári Sólmundarson ('14 )
2-0 Róbert Orri Ragnarsson ('16 )
2-1 Jónas Aron Ólafsson ('19 )
2-2 Basilio Jordan Meca ('21 )
2-3 Anton Örth ('45 )
2-4 Basilio Jordan Meca ('52 )
3-4 Tóbías Ingvarsson ('55 )
3-5 Basilio Jordan Meca ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner