Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. júní 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alfreð um Cazorla: Ein sena sem endaði á einhverri Instagram síðu
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Getty Images
Santi Cazorla.
Santi Cazorla.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason var gestur í þættinum Chess After Dark á dögunum þar sem hann fór um víðan völl.

Alfreð hefur spilað í tveimur af sterkustu deildum Evrópu á sínum ferli, þýsku úrvalsdeildinni og spænsku úrvalsdeildinni. Í þættinum fór hann yfir muninn á þessum tveimur deildum. Hann segir að deildirnar séu ólíkar.

„Á Spáni spilaði ég með Real Sociedad sem er flott félag þarna… það eru miklu betri fótboltamenn á Spáni en í Þýskalandi tæknilega séð. Það vantar miklu meira ‘penetration’ að markinu. Í Þýskalandi er þetta skyndisókn eftir skyndisókn og líkamlegi þátturinn er mjög mikilvægur. Í Þýskalandi horfa þeir rosalega mikið á það hversu mikið þú hleypur í hverjum leik, hvað þú vinnur mikið að einvígum,” sagði Alfreð.

Hann segir að á Spáni sé leikmaður í hverju liði - kannski fyrir utan allra bestu liðin - sem er með bumbu og ótrúlega hæfileika.

„Þetta er allt öðruvísi fótbolti. Þú spilar eitthvað á móti Levante og þar er gaur sem þú þekkir ekki nafnið á. Þú hugsar ‘hvaða leikmaður er þetta?’ Það er svona gaur í hverju einasta liði; svo góður í fótbolta en með smá bumbu utan á sér - með ótrúlega hæfileika.”

„Fókuspunktarnir í mismunandi löndum sem ég hef verið í, það hefur verið mjög spennandi og skemmtilegt fyrir mig að sjá. Í Þýskalandi geturðu sent 20 feilsendingar, en ef þú hleypur 13 kílómetra er það frábært. Á Spáni ef þú hleypur 13 kílómetra en ert með tíu feilsendingar, þá er það ekki góður leikur.”

Santi Cazorla, fyrrum landsliðsmaður Spánar, er dæmi um svona leikmann eins og Alfreð talaði um; ótrúlegir hæfileikar en ekki alltaf í besta líkamlega ástandinu. Alfreð sagði góða sögu af honum.

„Við spiluðum æfingaleik gegn Villarreal fyrir tveimur árum. Hann spilaði leikinn og þeir unnu 7-0. Gæinn var að fífla menn hjá okkur. Það var ein sena sem endaði á einhverri Instagram síðu þar sem hann snýr til hægri og gæinn okkar snýr til vinstri, snýr til hægri, snýr til vinstri… gæinn okkar dettur á endanum og Cazorla labbar fram hjá. Hann var bara að leika sér, ég held að hann hafi lagt upp einhver fjögur mörk.”

„Ég var ekki með í þessum leik og maður var bara hlæjandi í stúkunni, hann var svo góður.”

Hér fyrir neðan má sjá senuna sem Alfreð er að tala um.



Athugasemdir
banner
banner