Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. júní 2022 13:43
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal hefur rætt við Ajax um Martinez
Lisandro Martinez gæti farið til Arsenal í sumar
Lisandro Martinez gæti farið til Arsenal í sumar
Mynd: Getty Images
Lisandro Martinez, varnarmaður Ajax, gæti verið á leið í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal en Sky Sports segir frá því í dag að félögin hafi rætt um framtíð leikmannsins.

Argentínski leikmaðurinn getur spilað bæði sem miðvörður og sem varnarsinnaður miðjumaður en hann hefur spilað með Ajax síðustu þrjú ár.

Martinez, sem er 24 ára, hefur verið fastamaður í byrjunarliði Ajax frá því hann kom frá Defensa y Justicia og unnið sér í argentínska landsliðinu.

Sky segir frá því í dag að Arsenal hafi rætt við Ajax um Martinez og að enska félagið hafi fyrst haft samband í maí.

Viðræður eru ekki komnar langt á veg þar sem unnið er að því ganga frá viðræðum við leikmenn í aðrar stöður en allt er opið eins og staðan er í dag.

Talið er að Martinez sé falur fyrir 35 milljónir punda en Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er sagður mikill aðdáandi argentínska varnarmannsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner