Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 18. júní 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búið að opinbera á hvaða leikvöngum verður spilað árið 2026
AT&T leikvangurinn í Dallas er magnað mannvirki.
AT&T leikvangurinn í Dallas er magnað mannvirki.
Mynd: Getty Images
HM 2026 mun fara fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Það eru fjögur ár í mótið en nú þegar er búið að tilkynna á hvaða leikvöngum verður spilað á þessu spennandi móti.

Þetta verður í fyrsta sinn þar sem 48 lið munu taka þátt, en hingað til hafa bara 32 lið spilað á hverju móti. Það verður fjölgað þarna og verður spilað á 16 leikvöngum. Ellefu þessara leikvanga eru í Bandaríkjunum, þrír eru í Mexíkó og tveir í Kanada. Þetta verður í fyrsta sinn þar sem mótið verður haldið í þremur mismunandi löndum.

Ekki er búið að taka ákvörðun hvar úrslitaleikurinn verður.

Leikvangarnir:
Atlanta - Mercedes-Benz Stadium
Boston - Gillette Stadium
Dallas - AT&T Stadium
Guadalajara - Estadio Akron
Houston - NRG Stadium
Kansas City - Arrowhead Stadium
Los Angeles - SoFi Stadium
Mexico City - Estadio Azteca
Miami - Hard Rock Stadium
Monterrey - Estadio BBVA
New York/New Jersey - MetLife Stadium
Philadelphia - Lincoln Financial Field
San Francisco Bay Area - Levi's Stadium
Seattle - Lumen Field
Toronto - BMO Field
Vancouver - BC Place
Athugasemdir
banner
banner
banner