Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. júní 2022 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Campos byrjaður í vinnunni - Ætlar að sækja Sanches
Renato Sanches.
Renato Sanches.
Mynd: Getty Images
Luis Campos, nýr yfirmaður fótboltmála hjá Paris Saint-Germain, er byrjaður í vinnunni og er farinn að sækja leikmenn.

Campos hefur gert virkilega góða hluti hjá Mónakó og Lille og hann á núna að byggja lið í París sem getur farið alla leið í Meistaradeildinni. PSG er búið að eyða miklum peningum síðustu ár en hefur ekki tekist að búa til nægilega góða blöndu.

Camps er að vinna í því að kaupa tvo landa sína frá Portúgal til þess að koma inn á miðsvæðið.

Það var greint frá því í gær að PSG væri að kaupa Vitinha frá Porto og í dag segir Fabrizio Romano að franska félagið sé að vinna að kaupum á Renato Sanches frá fyrrum félagi Campos, Lille.

Sanches, sem var eitt sinn mesta vonarstjarna Evrópu, er búinn að leika afskaplega vel með Lille og er hann sagður fáanlegur fyrir 30-40 milljónir evra.

AC Milan er líka á eftir leikmanninum en hefur ekki komist að samkomulagi við Lille enn sem komið er.
Athugasemdir
banner
banner
banner