Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. júní 2022 15:30
Brynjar Ingi Erluson
De Jong færist nær Man Utd
Frenkie de Jong
Frenkie de Jong
Mynd: Getty Images
Hollenski landsliðsmaðurinn Frenkie De Jong virðist hafa sætt sig við örlög sín og er nú nær því að ganga í raðir Manchester United en þetta segir spænski miðillinn AS.

Erik ten Hag, stjóri United, vill ólmur fá De Jong í raðir félagsins og hefur félagið verið í viðræðum við Barcelona síðustu daga.

Börsungar vilja 73 milljónir punda fyrir hann en ekki er langt í að samkomulag náist milli félaganna.

De Jong hefur lítið vilja tjá sig um framtíðina og aðeins sagt að hann vilji vera áfram hjá Barcelona en nú virðist hann hafa sætt sig við að yfirgefa félagið.

AS segir frá því í dag að De Jong hafi tekið dót sitt úr klefa Barcelona og sé nær því að ganga í raðir United. Ekkert annað lið er sagt í baráttunni um hann.

Þetta yrðu fyrstu kaup Ten Hag hjá United en félagið er einnig í viðræðum við Ajax um brasilíska sóknarmanninn Antony og hollenska varnarmanninn Jurrien Timber.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner