lau 18. júní 2022 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eins og 30 kíló hafi fokið af öxlum hans
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var augljóslega mjög glaður þegar Patrick Pedersen gerði dramatískt sigurmark liðsins gegn Breiðabiki í Bestu deildinni í vikunni.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Liðið hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn gegn Blikum og það var orðið heitt undir Heimi. Þessi sigur léttir pressunni aðeins af honum.

„Í stöðunni 2-2 var Heimir alveg trylltur, hann var ekki sáttur við framlagið svona. Ég get rétt ímyndað mér fögnin þegar markið dettur,” sagði Sæbjörn Þór Steinke í Innkastinu, en hann var á vellinum að skrifa um leikinn.

„Mér fannst eins og það hefðu horfið 30 kíló af öxlunum á Heimi, hann var mögulega með sama bréf í rassvasanum og Óli Jó: ‘Ef þú vinnur ekki í dag, þá ertu farinn’. Það getur alveg verið,” sagði Baldvin Borgarsson.

„Mér leið eins og ég hafi séð 30 kíló fjúka af öxlunum á honum, þetta var rosalegt.”

Næsti leikur Vals er gegn Leikni á heimavelli á þriðjudaginn.
Heimir Guðjóns: Er enn í starfi þó talað sé um að búið sé að reka mig
Innkastið - Óli Jó rekinn og fyrsta tap Blika
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner