Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. júní 2022 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki búist við miklu frá Keflavík en þeir „eiga stórt hrós skilið"
Keflavík hefur gert vel eftir erfiða byrjun.
Keflavík hefur gert vel eftir erfiða byrjun.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík hefur verið að gera betur í Bestu deildinni en menn áttu von á fyrir tímabilið. Liðinu var spáð falli fyrir tímabil en er núna í sjöunda sæti með ellefu stig.

Eftir síðasta leik - 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni - sagði Adam Ægir Pálsson, leikmaður liðsins, að Keflavík ætti að stefna á að vera í efri helmingi deildarinnar.

„Keflvíkingar stefna á topp sex og það er ekki óskiljanlegt út frá stöðunni og þeir hafa verið helvíti flottir. Það er samt mjög óskiljanlegt út frá því að fyrir mót segir Siggi Raggi, þjálfari liðsins, að hann sé ekki með sömu gæði og önnur lið. Keflvíkingar eiga stórt hrós skilið hvernig þeir hafa komið af krafti eftir erfiða byrjun,” sagði Baldvin Borgarsson í Innkastinu.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, sagði fyrir mót að liðið væri ekki með eins mikil gæði og önnur lið, en mögulega var það bara einhver taktík til að létta pressunni af sínu liði og fá önnur lið til þess að vanmeta þá eitthvað.

Keflavík byrjaði erfiðlega en hefur verið að gera vel upp á síðkastið. „Það er ekki auðvelt að rífa sig upp en þeir hafa komið sterkir inn og eiga fyllilega skilið að vera í þeirri stöðu sem þeir eru í.”

„Þeir litu mjög illa út í 4-4-2,” sagði Sæbjörn Þór Steinke. „Þetta 4-4-2 leikkerfi var bara katastrófa hjá Keflvíkingum. Það er ekki hægt að segja annað. Að skipta um leikkerfi hefur verið guðs gjöf fyrir Keflvíkinga,” sagði Baldvin en Keflavík er núna að spila meira 4-2-3-1.

Eru að missa stóra pósta núna
Einnig var rætt um það í Innkastinu að Keflvíkingar væru að missa tvo stóra pósta núna. Joey Gibbs er farinn heim til Ástralíu þar sem hann er að eignast sitt fyrsta barn og Úkraínumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi er á förum eftir stuttan lánssamning.

„Það er mikill skellur fyrir Keflvíkinga,” sagði Baldvin en hægt er að hlusta á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Þar var rætt um síðasta leik liðsins við Stjörnuna þar sem þeir voru aðeins sterkari aðilinn og óheppnir að fá bara eitt stig. Talað var um það að annað mark Stjörnunnar í leiknum hafi verið ólöglegt.
Innkastið - Óli Jó rekinn og fyrsta tap Blika
Athugasemdir
banner
banner