lau 18. júní 2022 16:05
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Tvö vítaspyrnumörk og dramatík er Vestri vann Fjölni
Lengjudeildin
Vestri vann góðan sigur á FJölni í dag
Vestri vann góðan sigur á FJölni í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1 - 2 Vestri
1-0 Hákon Ingi Jónsson ('70 , víti)
1-1 Vladimir Tufegdzic ('73 , víti)
1-2 Matvin Montipo ('90 )
Lestu um leikinn

Vestri lagði Fjölni að velli, 2-1, á Extra-vellinum í Lengjudeild karla í dag. Martin Montipo gerði sigurmarkið í uppbótartíma.

Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill en Vestramenn misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla. Aurelien Norest meiddist eftir tæpan hálftímaleik og nokkrum mínútum síðar fór fyrirliðinn, Elmar Atli Garðarsson, meiddur af velli.

Fjölnismenn vildu fá vítaspyrnu á 50. mínútu er þeir töldu varnarmann Vestra hafa handleikið boltann innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert.

Þegar tuttugu mínútur voru eftir fengu Fjölnismenn víti er Christian Jiménez Rodríguez átti slaka sendingu til baka á Marvin Darra Steinarsson í markinu. Hákon Ingi Jónsson komst inn í sendinguna og reyndi að fara framhjá markverðinum sem braut á honum. Hákon skoraði út vítinu.

Þremur mínútum síðar fengu gestirnir vítaspyrnu er Hans Viktor Guðmundsson braut af sér innan teigs. Vladimir Tufegdzic jafnaði metin úr spyrnunni.

Vestri keyrði á Fjölni í restina og kom sigurmarkið í uppbótartíma en þá skoraði Martin Montipo af stuttu færi eftir hornspyrnu. Sergine Fall hafði átt skot í skeytin stuttu áður.

Þetta reyndust lokatölur og Vestri fer með góðan sigur af hólmi og er nú með níu stig í 8. sæti, tveimur stigum á eftir FJölni sem er í 6. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner