Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. júní 2022 11:03
Brynjar Ingi Erluson
Maresca að snúa aftur til Man City - Verður aðstoðarmaður Guardiola
Enzo Maresca
Enzo Maresca
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Enzo Maresca er að snúa aftur til Manchester City aðeins ári eftir að hann yfirgaf félagið. Það er ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio sem segir frá þessu.

Þessi fyrrum leikmaður Juventus, Sevilla og Palermo lagði skóna á hilluna árið 2017 og snéri sér að þjálfun en hann var aðstoðarþjálfari hjá Ascoli, Sevilla og West Ham áður en hann hélt til Manchester City.

Hann stýrði þar U23 ára liði félagsins eitt tímabil áður en hann fékk tækifæri til að þjálfa aðallið Parma í Seríu B.

Maresca entist ekki lengi hjá Parma og var látinn fara í nóvember á síðasta ári en nú er hann að snúa aftur til Man City.

Juanmo Lillo, aðstoðarmaður Pep Guardiola, hætti á dögunum og tók við Al Sadd í Katar. Maresca mun því koma inn í stað Lillo en þetta segir Di Marzio á vef sínum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner