Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. júní 2022 21:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrítinn leikur hjá Finni Tómasi - „Hann var ólíkur sjálfum sér"
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef séð talsvert marga leiki hjá Finni Tómasi og þetta var sennilega hans versti,” skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í skýrslu sinni frá leik KR og ÍA í Bestu deildinni á dögunum. Leikurinn var mjög fjörugur og endaði 3-3.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

Farið var yfir það í Innkastinu að KR hefði ekki spilað vel í leiknum og miðvörðurinn efnilegi Finnur Tómas Pálmason hafi átt í sérstaklega miklum erfiðleikum.

„Þetta var skrítinn leikur heilt yfir hjá Finni Tómasi. Hann var ömurlegur í þessum leik, ógeðslega lélegur,” sagði Sverrir Mar Smárason.

„Hann leit oft svo ótrúlega illa út. Það eru mörg augnablik þar sem hann er skilinn eftir og lætur teyma sig hingað og þangað. Þetta var rosalega skrítinn leikur hjá honum.”

„Ég held ég hafi aldrei séð hann jafn slakan. Það var einhver fyrirgjöf sem var meðfram jörðinni en fór undir hann. Hvernig gerðist það?” sagði Sæbjörn.

„Hann var ólíkur sjálfum sér, hann er ekki búinn að vera jafn ‘solid’ og hann hefur verið áður,” sagði Baldvin Borgarsson.

Finnur, sem er 21 árs gamall, kom eins og stormsveipur inn í deildina árið 2019 og hjápaði KR að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Hann fór í kjölfarið út til Svíþjóðar og var þar hjá Norrköping, en það gekk ekki upp hjá honum. Hann er kominn aftur heim og er mikil ábyrgð á herðum hans í varnarleik KR-inga; hann verður að gera betur en í þessum leik.
Innkastið - Óli Jó rekinn og fyrsta tap Blika
Athugasemdir
banner
banner