Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. júní 2022 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekur Eiður Smári aftur við FH?
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svo gæti farið að Eiður Smári Guðjohnsen verði aftur þjálfari FH liðsins á næstu dögum.

Ólafi Jóhannessyni og Sigurbirni Hreiðarssyni aðstoðarmanni hans var sagt upp störfum strax eftir 2 - 2 jafntefli liðsins gegn Leikni í Bestu-deildinni í fyrrakvöld.

Eiður Smári sást í stúkunni á leikjum FH liðsins í maí og í dag sást til hans í Kaplakrika.

Eiður Smári tók við FH-liðinu með Loga Ólafssyni á miðju sumri 2020
- þegar Ólafur Kristjánsson lét af störfum til að taka við danska liðinu Esbjerg - og undir þeirra stjórn endaði liðið í 2. sæti.

Eiður hætti svo með liðið í desember sama ár eftir að hafa verið ráðinn aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með íslenska landsliðið. Tæpu ári síðar hætti hann störfum hjá landsliðinu vegna áfengisneyslu í landsliðsferð.

FH er í níunda sæti Bestu deildarinnar með átta stig eftir níu leiki spilaða.

Sjá einnig:
Brottreksturinn kom ekki á óvart en tímapunkturinn mjög sérstakur
Athugasemdir
banner
banner
banner