Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. júlí 2018 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Alisson lentur á Englandi
Mynd: Getty Images
Sky greinir frá því að brasilíski markvörðurinn Alisson Becker sé lentur þar í landi.

Alisson er á leið til Liverpool þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun áður en hann verður staðfestur sem nýr leikmaður liðsins.

Alisson kemur frá Roma og kostar Liverpool um 67 milljónir punda. Hann verður þannig langdýrasti markvörður sögunnar.

Alisson er 25 ára gamall og tekur við aðalliðssætinu af Loris Karius sem gerðist sekur um skelfileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Simon Mignolet, sem hefur þótt ansi mistækur í gegnum tíðina.

Hann var aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins á HM og hélt Ederson, markverði Manchester City, úr byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner