mið 18. júlí 2018 14:45
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Guardian 
Alisson semur við Liverpool - Læknisskoðun á laugardaginn
Alisson er að verða dýrasti markvörður allra tíma.
Alisson er að verða dýrasti markvörður allra tíma.
Mynd: Getty Images
Það er allt að gerast í málum Alisson Becker í dag því hann hefur nú náð samkomulagi um kaup og kjör við Liverpool og á því aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann verður leikmaður félagssins.

Læknisskoðunin verður framkvæmd á laugardaginn og standist hann hana verður hann orðinn dýrasti markvörður allra tíma.

Liverpool kaupir hann af Roma á 66,9 milljónir punda, eða 75 milljónir evra. Fyrra tilboði Liverpool upp á 70 milljónir evra var í gær hafnað en í morgun náðist samkomulag eftir að Liverpool hækkaði sig og gengið var frá skilmálum aukagreiðslna sem fara fram á næstu tveimur árum.

Brasilíski landsliðsmarkvörðurinn mun fljúga til Liverpool í kvöld og sem fyrr segir fer hann svo í læknisskoðun á laugardaginn.

Með því að klára málin hratt nær Liverpool að skáka Chelsea sem hafði áhuga á Alisson ef þeir selja Thibaut Cortois í sumar en það er ekki komið á hreint ennþá.

Hann verður langdýrasti markvörður heims. Juventus greiddi 53 milljónir punda fyrir Gianluigi Buffon árið 2001 og Manchester City greiddi 40 milljónir punda fyrir ederson frá Benfica í fyrrasumar.

Hann verður fjórðu kaup Liverpool í sumar. Naby Keita kom frá RB Leibzig, Fabinho frá Monaco og Xherdan Shaqiri frá Stoke City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner