Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 18. júlí 2018 18:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Benítez var beðinn um að stýra Spánverjum á HM
Benítez bauðst að stýra Spánverjum á HM í sumar.
Benítez bauðst að stýra Spánverjum á HM í sumar.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Newcastle United var beðinn um að stýra spænska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar að sögn BBC í dag.

Spænska knattspyrnusambandið rak Julen Lopetegui tveimur dögum fyrir fyrsta leik Spánverja á HM í sumar og vantaði mann til að stýra liðinu tímabundið yfir mótið.

Á endanum varð það svo Fernandi Hierro sem tók við liðinu yfir mótið en liðið féll úr keppni eftir tap gegn Rússum í vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitunum.

Luis Enriqu fyrrverandi þjálfari Barcelona hefur nú verið ráðinn þjálfari landsliðsins og samdi til tveggja ára.

„Það var kannski möguleiki en ég er ennþá hérna og ánægður með það," sagði Benítez aðspurður út í þetta. „Það var möguleiki eins og orðrómur var um."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner