Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 18. júlí 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Góður kostur að vera hreinskilinn
Kristófer Melsteð (Grótta)
Kristófer Melsteð.
Kristófer Melsteð.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
,,Ég var heilt yfir sáttur með frammistöðu liðsins í leiknum. Ég var að spila stöðu sem ég er ekki vanur að spila, en mér leið mjög vel í henni með góðri hjálp strákanna í vörninni
,,Ég var heilt yfir sáttur með frammistöðu liðsins í leiknum. Ég var að spila stöðu sem ég er ekki vanur að spila, en mér leið mjög vel í henni með góðri hjálp strákanna í vörninni
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu..
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu..
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta ætlar sér að vera í baráttunni um að komast upp.
Grótta ætlar sér að vera í baráttunni um að komast upp.
Mynd: Raggi Óla
„Það er ekkert grín að fara til Seyðisfjarðar," sagði Kristófer Melsteð, varnarmaður Gróttu, þegar Fótbolti.net náði af honum tali í gær. Kristófer er leikmaður 11. umferðar í 2. deild karla.

Grótta vann Huginn 1-0 og Kristófer stóð vaktina af mikilli fagmennsku í vörninni.

„Við vissum alveg að við værum að fara í gríðarlega erfiðan leik á Seyðisfjarðarvelli enda Huginn með fullt hús stiga þar. Að sama skapi hefur okkur ekki gengið nægilega vel á útivelli hingað til svo við vorum staðráðnir í að sækja þrjú stig. við mættum gríðarlega vel skipulagðir til leiks og fókusinn hjá liðinu var mjög góður. Með harðri barráttu og vinnusemi náðum við markmiðinu og unnum leikinn," segir Kristófer.

„í fyrri hálfleik stjórnuðum við ferðinni og mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum þegar við gengum inn í hálfleik 0-1 yfir. í seinni hálfleik mætu Hugins-menn mjög ákveðnir til leiks en varnarskipulagið hjá okkur gekk fullkomlega upp. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða en ég tel sigurinn verðskuldaðan miðað við framlag okkar í leiknum."

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu, var mjög sáttur með frammistöðu Kristófers í leiknum en var hann sáttur með sína eigin frammistöðu.

„Ég var heilt yfir sáttur með frammistöðu liðsins í leiknum. Ég var að spila stöðu sem ég er ekki vanur að spila, en mér leið mjög vel í henni með góðri hjálp strákanna í vörninni," segir Kristófer en hann spilar sem bakvörður en getur líka einnig leyst stöðu miðvarðar.

Metnaðarfullur og duglegur þjálfari
Eins og áður kemur fram er Óskar Hrafn þjálfari Gróttu. Óskar hefur verið á sjónvarpskjánum hjá landsmönnum síðustu misseri, í HM stofunni hjá RÚV og í fyrra var hann sérfræðingur í Pepsimörkunum. Óskar liggur ekki á skoðunum sínum þegar hann er í sjónvarpinu og lætur menn heyra það ef hann telur þá eiga það skilið.

Kristófer er gríðarlega hrifinn af Óskari sem þjálfara.

„Óskar Hrafn er einhver metnaðarfyllsti og duglegasti þjálfari sem ég hef kynnst. Sá metnaður smitast til okkar leikmanna og býr til mjög gott umhverfi til að æfa í og verða betri leikmaður. Ef ég ætti að lýsa honum í einu orði væri það fagmaður. Hann er mjög faglegur í allri sinni nálgun, bæði innan vallar sem utan."

„Óskar sem sést í sjónvarpinu talar hreint og beint út og ég tel það sem góðan kost hjá þjálfara að vera hreinskilinn í samskiptum sínum við okkur leikmennina."

„Bætt okkur með hverjum leiknum"
Gróttu var fyrir tímabilið spáð efsta sæti deildarinnar í spá fyrirliða og þjálfara. Liðið átti aðeins í vandræðum í byrjun tímabilsins en hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er í fjórða sæti, fimm stigum frá toppsætinu.

„Við erum vissulega ungt lið en jafnframt mjög efnilegt. Við höfum allir bætt okkur mikið með hverjum leik og nú þegar tímabilið er hálfnað erum við í kjörstöðu til að berjast um efstu tvö sæti deildarinnar."

„Það kom mér alls ekki á óvart að okkur var spáð þarna með tilliti til úrslita á undirbúningstímabilinu og miðað við hugafarið og metnaðinn í hópnum eigum við fullt erindi í baráttuna sem framundan er," segir Kristófer.

Næsti leikur er annar erfiður útileikur, gegn Tindastóli á Sauðárkróki um helgina.

„Við sóttum fyrsta útisigurinn okkar í síðustu umferð með því að leggja meiri áherslu á grunnatriðin og það bar góðan árangur. Við höldum því áfram í þessari viku og undirbúum okkur vel fyrir erfiðan leik á móti flottu liði Tindastóls. Allir leikir í þessari deild eru krefjandi og því mikilvægt að menn séu á tánum. Miðað við stemninguna í hópnum og hugarfarið hjá mönnum er ég mjög spenntur fyrir næsta verkefni."

Að lokum er Kristófer spurður út í markmið sín.

„Markmiðin mín í boltanum eru skýr og ég legg mig fram á hverjum degi og geri allt sem í valdi mínu stendur til að færa mig nær þeim. Mér líður mjög vel í því umhverfi sem ég er í í dag og tel mig hafa þroskast mikið í því hlutverki sem ég hef fengið hjá Gróttu. Ég er ánægður með sumarið hingað til eftir smá meiðslavesen í upphafi tímabilsins. Framfarirnar hjá mér og liðinu hafa verið stöðugar frá fyrstu æfingu svo það er ekki undan neinu að kvarta."

Næsta markmið hjá mér er að hjálpa uppeldisfélagi mínu á þann stað sem það á skilið að vera á, í Inkasso deildina," sagði hinn 19 ára gamli Kristófer að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic - Huginn
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Leikmaður 10. umferðar: Stefan Antonio Lamanna - Tindastóll
Athugasemdir
banner
banner