Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. júlí 2018 16:29
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Byrjunarlið Rosenborg og Vals: Óbreytt Valslið - Dion á bekknum
Lerkendal völlurinn þar sem Rosenborg og Valur eigast við.
Lerkendal völlurinn þar sem Rosenborg og Valur eigast við.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Dion Acoff kemur inn í hópinn.
Dion Acoff kemur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Klukkan 17:45 að íslenskum tíma hefst leikur Noregsmeistara Rosenborg gegn Íslandsmeisturum Vals.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Um er að ræða seinni viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar en Valsmenn unnu 1-0 sigur þegar liðin áttust við á Hlíðarenda í síðustu viku. Flott úrslit en ákaflega erfiður leikur framundan fyrir Valsmenn í kvöld.

Valsmenn tefla fram sama byrjunarliði og í fyrri leiknum.

Dion Acoff er að jafna sig af meiðslum og er í leikmannahópi Vals í fyrsta sinn í ansi langan tíma. Dion byrjar á bekknum, gæti hann reynst leynivopn fyrir gestina í dag?

Kristinn Ingi Halldórsson er utan hóps.

Á varamannabekk Rosenborg er Matthías Vilhjálmsson. Hann er í fyrsta sinn í hóp eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrra.

Byrjunarlið Rosenborg:
1. André Hansen (m)
2. Vegar Eggen Hedenstad
4. Tore Reginiussen
16. Even Hovland
3. Birger Meling
7. Mike Jensen
25. Marius Lundemo
15. Anders Trondsen
23. Pål-André Helland
9. Nicklas Bendtner
17. Jonathan Levi

Byrjunarlið Vals:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Arnar Sveinn Geirsson
19. Tobias Thomsen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen
77. Kristinn Freyr Sigurðsson


Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Birkir Már: Verða fljótt pirraðir ef við náum að loka á þá
Athugasemdir
banner
banner