mið 18. júlí 2018 18:32
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Víkingaslagsins: Enginn Kári
Kári er ekki með í dag
Kári er ekki með í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kwame Quee
Kwame Quee
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Í kvöld fer fram sannkallaður Víkingaslagur í Víkinni í Fossvogi þar sem heima menn mæta nöfnum sínum frá Ólafsvík í 8.liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þegar liggur fyrir að sigurlið leiksins mætir Breiðablik í undanúrslitum á Kópavogsvelli.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Byrjunarlið Víkings R.
1. Andreas Larsen (m)
3. Jörgen Richardsen
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Sölvi Ottesen (f)
9. Erlingur Agnarsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason

Víkingar og aðrir þurfa að bíða lengur eftir því að sjá Kára Árnason að nýju í Víkingsbúningnum en hann er ekki með í dag. Davíð Örn Atlason byrjar sömuleiðis þrátt fyrir að hafa fengið rautt í síðasta deildarleik en spjöld færast ekki á milli deildar og bikars svo hann er löglegur í dag, Rick Ten Voorde er svo enn á meiðslalistanum hjá heimamönnum.

Byrjunarlið Víkings Ó.

1. Fran Marmolejo (m)
3. Michael Newberry
4. Kristófer James Eggertsson
5. Emmanuel Eli Keke
6. Ástbjörn Þórðarson
7. Sasha Litwin
8. Sorie Barrie
9. Kristinn Magnús Pétursson
10. Kwame Quee
11. Alexander Helgi Sigurðarson (f)
19. Gonzalo Zamorano

Fyrirliðinn Emir Dokara er utan hóps. Nokkur kunnuleg andlit eru þó í hópnum, skemmtikrafturinn Kwame Quee byrjar leikinn sem og Argentínumaðurinn með rosalega langa nafnið Sasha Uriel Litwin Romero.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum


Athugasemdir
banner
banner