Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. júlí 2018 12:35
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Matti á bekknum gegn Val í dag
Matthías Vilhjálmsson á æfingasvæðinu hjá Rosenborg.
Matthías Vilhjálmsson á æfingasvæðinu hjá Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Rosenborg hefur staðfest það að Matthías Vilhjálmsson mun byrja á bekknum í dag þegar Rosenborg fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn í Þrándheimi. Leikurinn verður 17:45 að íslenskum tíma.

Um er að ræða gríðarlega mikilvægan slag í forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur vann 1-0 sigur í fyrri leiknum, sigur sem kom flestum á óvart.

Fótbolti.net er í Þrándheimi í samstarfi við Origo og leikurinn verður í beinni textalýsingu.

Matthías sleit krossband í september í fyrra og ef hann kemur við sögu í dag þá er það hans fyrsti leikur eftir meiðslin.

„Það má ekki búast við því að Matti muni spila meira en tíu mínútur í dag. Ef allt gengur samkvæmt áætlun gæti hann farið að spila af krafti í lok mánaðarins. Það er mikilvægt að meðhöndla hann varlega," segir Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg.

Fótbolti.net ræddi við Matthías á æfingasvæði Noregsmeistarana í gær.

„Ég er mjög spenntur og sé ljósið í endanum á göngunum. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt, miklu erfiðara en ég hélt. En maður lærir helling af þessu," sagði Matthías um meiðsli sín en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að neðan.
Matti Villa: Ég er orðinn smá norskur
Athugasemdir
banner