Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. júlí 2018 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Matuidi: Ronaldo heppinn að deila klefa með heimsmeistara
Matuidi og Ronaldo mættust í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í vor.
Matuidi og Ronaldo mættust í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í vor.
Mynd: Getty Images
Blaise Matuidi var í lykilhlutverki er Frakkland vann heimsmeistaramótið í Rússlandi um síðustu helgi.

Matuidi gekk til liðs við Juventus fyrir ári síðan og er himinlifandi með komu Cristiano Ronaldo til félagsins.

Hann telur Ronaldo geta lyft félaginu upp á hærra plan og gert það að besta liði í heimi.

„Cristiano Ronaldo er besti knattspyrnumaður heims, það er frábært að hafa hann með sér í liði. Hann er heppinn að fá að deila búningsklefa með heimsmeistara," grínaðist Matuidi í viðtali við Gazzetta dello Sport.

„Félagaskiptin komu mér í opna skjöldu en ég er mjög ánægður með að félaginu hafi tekist að klæða Ronaldo í Juventus treyju. Núna erum við með sterkasta lið í heimi."
Athugasemdir
banner
banner
banner