Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. júlí 2018 05:56
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Meistaradeildin í dag - Valur á stórleik gegn Rosenborg
Markverðirnir Anton Ari Einarsson og Sveinn Sigurður Jóhannesson á æfingu í Noregi í gærþ.
Markverðirnir Anton Ari Einarsson og Sveinn Sigurður Jóhannesson á æfingu í Noregi í gærþ.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Klukkan 17:45 mætast Rosenborg og Valur í forkeppni Meistaradeildarinnar en leikurinn verður í beinni textalýsingu frá Þrándheimi hér á Fótbolta.net.

Það er pressa á Noregsmeisturunum eftir að Íslandsmeistarar Vals unnu 1-0 sigur á Hlíðarenda þar sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði eina markið.

Matthías Vilhjálmsson verður líklega í leikmannahópi Rosenborg í fyrsta skipti í langan tíma en hann er að stíga upp úr meiðslum.

Það eru alls sex leikir í forkeppni Meistaradeildarinnar þennan miðvikudaginn en ef Valur slær út Rosenborg mætir liðið að öllum líkindum Celtic frá Glasgow sem er með örugga forystu í sínu einvígi.

Sjá einnig:
Brattir Valsarar æfðu á Lerkendal - Óli Jó spenntur

17:00 FC Sheriff- Torpedo Kutaisi (1-2)
17:00 Qarabag FK - Olimpija Ljubljana (1-0)
17:00 Zrinjski Mostar - Spartak Trnava (0-1)
17:45 Rosenborg - Valur (0-1)
18:00 Sutjeska - FC Astana (0-1)
18:45 Celtic - Alashkert FC (3-0)
Óli Jó: Verðum örugglega ekki skemmtilegir
Athugasemdir
banner
banner
banner