Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. júlí 2018 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Hjörvar segir markvörð Ólafsvíkur með leikþátt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ólafsvík er þessa stundina að keppa við Víking Reykjavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Staðan er markalaus þegar 20 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.

Ólafsvíkingar leika í Inkasso-deildinni á meðan Reykvíkingarnir eru í Pepsi-deildinni og því er til mikils að vinna.

Fran Marmolejo, spænskur markvörður Ólafsvíkur, virðist átta sig fullkomlega á því eins og er hægt að sjá á meðfylgjandi myndböndum.

Fran er þrítugur og lék fyrir Jonköping í sænska boltanum áður en hann flutti til Ólafsvíkur í vor.

Markvörðurinn setti upp hálfgerðan leikþátt eftir minniháttar árekstur í eigin vítateig. Fyrri hlutann er hægt að sjá hér og þann síðari hér.

„Hahahaha spænski keeperinn í Ólafsvík gabbaði Arnar Björnsson. Það er ekkert að honum. Dómarar á Íslandi enn sofandi.... ég byrjaði að vara við þessu bulli í maí. Gerist í hverjum leik. Geggjaður leikþáttur og öskrin uppá 10," skrifaði Hjörvar Hafliðason á Twitter en hann hefur áður vakið máls á leikrænum tilþrifum markvarðarins.


Athugasemdir
banner
banner
banner