Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. júlí 2018 17:12
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Liverpool 
Oxlaide Chamberlain verður frá keppni allt komandi tímabil
Chamberlain verður lengi frá keppni að sögn Jurgen Klopp.
Chamberlain verður lengi frá keppni að sögn Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade-Chamberlain leikmaður Liverpool verður líklega frá keppni alla komandi leiktíð vegna meiðsla hans í fæti.

Þetta kom fram á vef Liverpool í dag en þar kemur fram að það væri stór bónus ef leikmanninum tækist að spila leik áður en tímabilið verður á enda.

Oxlade Chamberlain meiddist illa á fæti eftir tæklingu í leik gegn Roma í Meistaradeildinni í apríl.

Átta dögum síðar gekkst hann undir aðgerð sem gekk vel en hann óskaði eftir að ekki yrði sagt frá hversu lengi hann yrði frá keppnii á þeim tíma. Ástæða þess er sú að hann vildi ekki að staða sín myndi trufla framgöngu liðsins í Meistaradeildinni í vor.

Þrátt fyrir að hann sé lengi frá er bati hans ennþá samkvæmt upprunalegri áætlun enn Jurgen Klopp stjóri liðsins kom í viðtal vegna þessa í dag.

„Núna finnst mér heppilegur tími til að segja fólki að fyrir Ox mun þetta tímabil snúast um endurhæfingu," sagði Klopp á vef félagsins.

„Við höfum vitað af þessu frá þeim degi sem hann meiddist og eftir að aðgerðin gekk vel vorum við nokkuð vissir um þetta. ég vona að allir taki þessum upplýsingum af ábyrgð. Það hefur ekki verið neitt áfall í bataferlinu, ekkert hefur breyst og hann er nákvæmlea á þeirri áætlun sem við settum fram. Við vildum bara koma þessum upplýsingum á framfæri opinberlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner