Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. júlí 2018 21:09
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Selma skaut Blikum á toppinn
Selma Sól skoraði sigurmark Blika.
Selma Sól skoraði sigurmark Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pála Marie gerði mikilvægt jöfnunarmark fyrir Val.
Pála Marie gerði mikilvægt jöfnunarmark fyrir Val.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þrjú af sterkustu liðum Pepsi-deildar kvenna voru að ljúka mikilvægum leikjum í toppbaráttunni.

Breiðablik endurheimti toppsæti deildarinnar af Þór/KA með góðum sigri gegn Stjörnunni, sem hefur verið að dragast afturúr.

Selma Sól Magnúsdóttir gerði eina mark leiksins í Kópavogi eftir mistök Birnu Kristjánsdóttur í marki Stjörnunnar.

Blikar voru betri í bragðdaufum leik og verðskulduðu sigurinn. Stjarnan er í fjórða sæti, ellefu stigum eftir Blikum.

Valur heimsótti þá fallbaráttulið Selfoss og lenti undir í fyrri hálfleik. Erna Guðjónsdóttir gerði glæsilegt mark með skoti af 20 metra færi og héldu heimamenn forystunni út hálfleikinn.

Í síðari hálfleik tóku gestirnir að pressa stífar og stífar en lítið gekk gegn vel skipulagðri vörn Selfyssinga, þar til á lokamínútunum.

Valur fékk aukaspyrnu á hættulegum stað sem Fanndís Friðriksdóttir skaut í varnarvegginn. Þaðan barst boltinn út í teig til Pálu Marie Einarsdóttur sem sneri honum í netið með skemmtilegu skoti.

Meira var ekki skorað og sanngjarnt 1-1 jafntefli staðreynd. Valur er í þriðja sæti, sjö stigum frá toppnum. Selfoss er með níu stig, þremur stigum frá fallsæti.

Breiðablik 1 - 0 Stjarnan
1-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('26)

Selfoss 1 - 1 Valur
1-0 Erna Guðjónsdóttir ('32)
1-1 Pála Marie Einarsdóttir ('87)
Athugasemdir
banner
banner