banner
   mið 18. júlí 2018 19:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Ronaldo mun klæðast búningi úr plasti
Nýi búningurinn hjá Juventus.
Nýi búningurinn hjá Juventus.
Mynd: adidas
Juventus kynntií dag nýjan þriðja búning félagsins fyrir komandi tímabil í ítalska boltanum.

Nýi búningurinn er gerður úr endurunnum plastefnum sem eru tekin úr sjónum en með þessu er félagið að fara sömu leið og Manchester United og Real Madrid.

Þar með er ljóst að nýjasta stjarna Juventus, sjálfur Cristiano Ronaldo mun klæðast þessari flík.

Það er adidas sem framleiðir búninginn og Francesca Venturini hönnuður þeirra gerði hann í samvinnu við samtökin Parley for the Oceans sem endurvinna plastefni úr sjónum.
Athugasemdir
banner
banner
banner