Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. júlí 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Segja varabúning Manchester United vera bleikan
Mynd: Daily Express
Manchester United er búið að sýna, í samstarfi við Adidas, tvær af þremur treyjum liðsins fyrir komandi tímabil.

Heimatreyjan er rauð á litinn og þriðja treyjan er blá en útivallartreyjan hefur ekki enn verið kynnt almenningi.

Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að þeir séu komnir með hendurnar á myndir af útivallartreyjunni og að hún sé bleik.

Þetta yrði í fyrsta sinn sem Rauðu djöflarnir spila í bleiku, en innblásturinn er sagður hafa komið úr Manchester Evening News blaðinu sem er gefið út á hverjum degi í Manchester. Þar er sérstakur hluti sem heitir Football Pink, eða „fótboltableikur".
Athugasemdir
banner
banner
banner