Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. júlí 2018 17:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Sturridge: Stefni á að spila með Liverpool í hverri viku í vetur
Daniel Sturridge ætlar að vera með Liverpool í vetur.
Daniel Sturridge ætlar að vera með Liverpool í vetur.
Mynd: Getty Images
Enski framherjinn Daniel Sturridge segist ekki vera á förum frá Liverpool heldur ætlar hann sér að berjast fyrir sæti sínu í liði Jurgen Klopp í vetur.

Sturridge sem er 28 ára gamall hefur glímt mikið við meiðsli undanfarin ár og var lánaður til WBA á seinni hluta síðustu leiktíðar eftir að hafa byrjað aðeins fimm leiki á tímabilinu. Hjá WBA var hann svo meiddur meirihluta tímans.

Það er þó að birta til hjá honum því hann hefur spilað í öllum þremur leikjum Liverpool á undirbúningstímabilinu og þrátt fyrir að vera orðaður við Sevilla og Besiktas er ekkert fararsnið á honum.

„Ég sé fyrir mér að ég verði áfram hjá Liverpool og vonandi á ég sæti í liðinu í hverri viku," sagði framherjinn við Daily Mirror.

„Undirbúningstímabilið gengur vel svo ég þarf bara að halda áfram að byggja ofan á það. Ég er spenntur fyrir komandi tímabili og finnst frábært að vera kominn aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner