Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 18. júlí 2018 08:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Usain Bolt i viðræðum við félag í Ástralíu
Bolt mætti á æfingu hjá Borussia Dortmund í vetur.
Bolt mætti á æfingu hjá Borussia Dortmund í vetur.
Mynd: Getty Images
Usain Bolt er í viðræðum við Central Coast Mariners í efstu deild Ástralíu um að koma í sex vikna prufu hjá félaginu.

Félagið hefur staðfest fréttirnar en Bolt hafði áður gefið það út að hann ætlaði sér að einbeita sér að knattspyrnuferlinum og hefur verið í viðræðum við þó nokkur lið.

Liðin sem hann hefur rætt við eru Borussia Dortmund, Stromgodset og Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku. Fyrrum aðstoðarmaður Alex Ferguson og knattspyrnustjóri Hull City, Mike Phelan var ráðinn íþróttastjóri félagsins á mánudaginn.

Bolt þykir nokkuð öflugur knattspyrnumaður en markmið liðsins sem og deildarinnar í Ástralíu er líklegast einungis að nýta frægð Bolt til þess að laða að fleiri aðdáendur en Bolt á stuðningsmenn víðsvegar um heiminn.

Athugasemdir
banner
banner