mið 18. júlí 2018 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Mirror 
Wenger í viðtali - Stærstu mistökin að vera 22 ár hjá Arsenal
Wenger fannst 22 ár vera of langur tími.
Wenger fannst 22 ár vera of langur tími.
Mynd: Getty Images
Wenger er stoltur af Henry.
Wenger er stoltur af Henry.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var í löngu viðtali í sjónvarpsþættinum RTL í vikunni þar sem hann fór yfir víðan veg. Athyglisverðasta spurningin og svarið sem kom í kjölfarið snerist að því sem hann sér mest eftir á ferlinum.

Hann var knattspyrnustjóri Arsenal frá árinu 1996 og þar til hann hætti í sumar eftir 22 ára starf með félagið. Við grípum hér að neðan í nokkrar spurningar og svör úr viðtalinu af handahófi.

Segðu okkur hver voru þín stærstu mistök?
„Líklega að vera hjá sama félaginu í 22 ár. Ég er maður sem vill vera mikið á ferðinni og taka nýjar áskoranir. Ég hef stundum verið fangi minna eigin áskoranna," svaraði Wenger í þættinum.

En ef þú ættir að biðja einhvern afsökunar?
„Þá er það líklega fólkið sem ég hef látið finna fyrir því. Í mínu starfi erum við alltaf að taka ákvarðanir sem refsa fólki á meðan aðrir eru gerðir ánægðir. Þegar maður vinnur með 25 manna hóp er maður í raun að gera 14 atvinnulausa í leiðinni á hverjum laugardegi eða þriðjudegi."

Arsene Wenger, þú elskar Bob Marley, það vita ekki margir?
Ég elska Bob Marley. Hann er svo magnaður, þegar maður vill taka því rólega. Tónlistin hans kom á óvart í gamla daga. Það er líka eitthvað svo sorglegt við það að hann hafi dáið 35 ára. Hann elskaði íþróttir og tónlist. Jamaíka minnir mig á það. Íþróttir og tónlist liggja svo vel saman finnst mér."

Eftir 22 ár hjá Arsenal hvað tekur við hjá Arsene Wenger?
„Ég hef verið að spyrja sjálfan mig þessarar spurningar! Held ég áfram að gera það sem ég hef verið að gera, og það sem ég þekki. Eða mun ég deila allri minni þekkingu sem ég hef sankað að mér í gegnum árin á einhvern annan hátt? Það er spurning sem ég þarf að leita svara við á næstu mánuðum."

Hæfileikaríkasti leikmaður sem þú hefur þjálfað?
„Líklega Thierry Henry."

Hvaða leikmann hefðir þú viljað slá?
„Oh... þeir eru nookkrir. Öll mistökin, í stóru leikjunum. Ég er ekki tilbúinn að nefna nöfn, þeir eru sterkari en ég!"

Hvað gerði þig þá ánægðastann?
„Líklega að vinna Barcelona þegar þeir voru á hátindinum. Það var ekki hægt að vinna þá. Fótboltinn beggja vegna var einstakur."

Hver er sá sem þú ert stoltastur af því að hafa keypt?
„Þeir sem ég er stoltastur af eru þeir sem kostuðu lítið en urðu heimsklassa. Toure, Henry, Campbell og Anelka."
Athugasemdir
banner
banner
banner