banner
   fim 18. júlí 2019 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Skorað mikilvæg mörk í fyrstu þremur leikjunum
Alexander fer vel af stað með Þrótti.
Alexander fer vel af stað með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári 3 - 4 Þróttur V.
0-1 Miroslav Babic ('21)
1-1 Hlynur Sævar Jónsson ('55)
1-2 Guðmundur Marteinn Hannesson ('58)
1-3 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('62)
2-3 Hlynur Sævar Jónsson ('66)
3-3 Andri Júlíusson ('86, víti)
3-4 Alexander Helgason ('94)

Þróttur Vogum vann dramatískan sigur á Kára í Akraneshöllinni í 2. deild karla í kvöld.

Þróttarar komust yfir þegar Miroslav Babic skoraði á 21. mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik, en segja má að flóðgáttirnar hafi opnast í seinni hálfleiknum.

Hlynur Sævar Jónsson jafnaði fyrir Kára á 55. mínútu, en Þróttar svöruðu því vel. Guðmundur Marteinn Hannesson kom Þrótti strax yfir aftur og skoraði Ingvar Ásbjörn Ingvarsson þriðja markið. Staðan þá orðin 3-1.

Káramenn gáfust þó ekki upp. Hlynur Sævar skoraði annað mark sitt á 66. mínútu og á 86. mínútu skoraði reynsluboltinn Andri Júlíusson úr vítapsyrnu og jafnaði.

Það var ekki síðasta markið í leiknum þegar Alexander Helgason skoraði sigurmark Þróttar á 94. mínútu. Þetta var þriðji leikur Alexanders frá því hann gekk í raðir Þróttar frá Njarðvík og þriðja markið hans. Hann skoraði sigurmarkið gegn Víði og seinna markið í 2-0 sigri á Völsungi. Þrjú mikilvæg mörk í þremur leikjum hjá honum.

Þróttarar eru búnir að vinna þrjá leiki í röð og eru komnir upp í þriðja sætið með 19 stig. Kári er í næst neðsta sæti með 11 stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner