Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. júlí 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Squawka 
Chong hefur sama eiginleika og Martial
Chong gegn Reading í FA bikarnum á síðustu leiktíð.
Chong gegn Reading í FA bikarnum á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Manchester United mætti í gær Leeds United í æfingaleik í Ástralíu. Manchester United sigraði leikinn 4-0.

Squawka greindi eftir leikinn hvað stóð upp úr í leiknum í gær.

Squawka horfði í fjarveru Romelu Lukaku í leiknum og hrósaði Mason Greenwood og Marcus Rashford fyrir þeirra frammistöðu. Eftir leikinn útilokaði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, ekki þann möguleika að Greenwood myndi byrja gegn Chelsea í fyrsta deildarleik leiktíðarinnar.

Daniel James leit vel út á köflum og heillaði en það þarf að slípa hann til sem leikmann. Hann er óútreiknanlegur sem getur bæði verið jákvætt og neikvætt.

Marcelo Bielsa mætti United að krafti og gaf ekki tommu eftir. Leeds dekkaði menn stíft og úr varð barátta sem oft getur vantað í æfingaleikjum. Þessi leikaðferð Bielsa gerði leikinn áhugaverðari.

Þá hrósar Squawka Tahith Chong fyrir hans innkomu en Chong kom inn á í hálfleik. Chong býr ekki yfir sama hraða og Rashford, Greenwood og James en hann býr yfir sama eiginleika og Anthony Martial. Chong getur nefnilega tekið menn á og litu varnarmenn Leeds ansi illa út oft á tíðum.

Fyrir leikinn í gær var merkasta stund Chong í treyju United líklega að hafa komið við sögu gegn PSG í Meistaradeildinni en í gær sýndi hann að það búa hæfileikar í honum.

Að lokum er fjallað um miðjumenn United liðsins. Stuðningsmenn ættu sérstaklega að óttast ef að Nemanja Matic verður lykilleikmaður á komandi tímabili. Matic leit illa út og þá eru Scott McTominay og Andreas Perreira töluvert frá Paul Pogba í gæðum.



Athugasemdir
banner
banner
banner