Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 18. júlí 2019 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin í dag - Komast Stjarnan og Breiðablik áfram?
Þorsteinn Már skoraði bæði mörk Stjörnunnar fyrir viku.
Þorsteinn Már skoraði bæði mörk Stjörnunnar fyrir viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Stjarnan, Breiðablik og KR verða öll í eldlínunni í kvöld í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Stjarnan sigraði fyrri leik sinn gegn Levadia, 2-1 á Samsung vellinum. Stjarnan mætir Levadia í Tallin í dag þar sem útivallarmark gæti vegið þungt því Levadia dugar 1-0 sigur.

Breiðablik og Vaduz gerðu 0-0 jafntefli á Kópavogsvelli í síðustu viku í braðgdaufum leik. Blikar héldu hreinu og dugir jafntefli ef liðinu tekst að skora.

Molde kjöldróg KR, 7-1, í Noregi í síðustu viku og vonir KR engar í kvöld. KR spilar upp á stoltið og vonandi fyrir íslenska knattspyrnu sjáum við ekki svipuð úrslit og fyrir viku síðan.

Þá eru fjögur Íslendingafélög í eldlínunni. Bröndby, Levski Sofia, Norrköping og Malmö eru öll í góðri stöðu fyrir leiki dagsins.

Evrópudeild UEFA - karlar - Evrópukeppni
16:00 Levadia Tallinn-Stjarnan (Leikið erlendis)
17:00 Vaduz-Breiðablik (Leikið erlendis)
19:00 KR-Molde (Meistaravellir)

15:30 Inter Turku (Finnland) - Bröndby (Danmörk)
16:30 Levski (Bulgaria) - Ruzomberok (Slovakia)
18:00 IFK Norrköping (Svíþjóð) - St Patrick's (Írland)
18:45 Ballymena Utd (Norður Írland) - Malmo FF (Svíþjóð)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner