Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 18. júlí 2019 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu þegar lokaflautið gall og Stjarnan komst áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan spilar við spænska úrvalsdeildarfélagið Espanyol í næstu umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir magnaðan viðureign gegn Levadia Tallinn frá Eistlandi í kvöld.

Stjarnan vann fyrri leikinn 2-1 og það þurfti að framlengja í kvöld eftir að Levadia skoraði á 89. mínútu. Í framlengingunni komst Levadia yfir með marki úr vítaspyrnu, en á elleftu stundu kom sigurmark Stjörnunnar.

Sigurmarkið skoraði varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson.

Frábær úrslit og Stjarnan mætir Espanyol, eins og áður segir, í næstu umferð.

Hér að neðan má sjá myndband sem var tekið þegar lokaflautið gall í kvöld. Gleðin og ástríðan mikil hjá Stjörnumönnum.

Von er á viðtölum við hetjuna Brynjar Gauta Guðjónsson og þjálfarann Rúnar Pál Sigmundsson innan skamms.



Athugasemdir
banner
banner
banner