Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 18. júlí 2019 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Barcelona býður 90 milljónir evra í Neymar - PSG má velja sér tvo leikmenn
Barcelona reynir að fá Neymar en Philippe Coutinho gæti farið í hina áttina
Barcelona reynir að fá Neymar en Philippe Coutinho gæti farið í hina áttina
Mynd: Getty Images
Spænska stórveldið Barcelona er búið að leggja fram nýtt 90 milljón evra tilboð í Neymar hjá Paris Saint-Germain. Franska liðið hefur þá fengið lista með sex leikmönnum sem PSG getur valið sér en Sky í Þýskalandi greinir frá þessu.

Þessi 27 ára gamli sóknarmaður mætti aftur til æfinga hjá PSG á dögunum og fór fram á sölu í leiðinni.

Barcelona vill fá hann aftur til Spánar en félagið hefur nú lagt fram tilboð í leikmanninn.

Samkvæmt Sky í Þýskalandi þá er Barcelona búið að bjóða PSG 90 milljónir evra auk þess sem franska liðið má velja tvo leikmenn.

Barcelona afhenti PSG sex manna lista af leikmönnum sem það er tilbúð að losa sig við en á listanum eru leikmenn á borð við Philippe Coutinho og Ousmane Dembele.

Ivan Rakitic, Nelson Semedo og Malcom eru einnig á listanum en ekki er vitað hver er sjötti maður á blaði.

Neymar er óánægður í París og er útlit fyrir að hann yfirgef PSG í bráð. Neymar kom til franska félagsins frá Barcelona árið 2017 fyrir metfé eða 222 milljónir evra.



Athugasemdir
banner
banner
banner