Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. júlí 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Xhaka líklegastur til að taka við fyrirliðabandinu ef Koscielny fer
Fyrirliðar kljást. Mynd úr leik Sviss og Íslands í Þjóðadeildinni.
Fyrirliðar kljást. Mynd úr leik Sviss og Íslands í Þjóðadeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekkert launungarmál að Laurent Koscielny vill yfirgefa herbúðir Arsenal. Franski miðvörðurinn neitaði að ferðast með liðsfélögum sínum til Bandaríkjana í síðustu viku.

Arsenal er sagt tilbúið að selja leikmanninn í sumar en Koscielny vill fá að fara frítt. Koscielny á eitt ár eftir af samningi sínum við Skytturnar.

Telegraph veltir fyrir sér hver sé líklegastur til að taka við fyrirliðabandinu en Koscielny bar það á síðustu leiktíð þegar hann var heill heilsu.

Aaron Ramsey og Petr Cech hefðu verið líklegir valkostir en báðir hafa yfirgefið herbúðir Arsenal.

Granit Xhaka er sagður líklegastur til þess að taka við fyrirliðabandinu en hann bar bandið í fimm deildarleikjum á síðustu leiktíð. Aðrir sem koma til greina eru Mesut Ozil og Nacho Monreal.

Xhaka er eins og áður segir líklegastur. Emery segir hann leiðtoga í búningsklefanum og hann hefur borið fyrirliðabandið hjá Sviss undanfarin ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner