Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. júlí 2020 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Ótrúleg vika að baki
Arteta faðmar markvörðinn Emiliano Martinez eftir leikinn.
Arteta faðmar markvörðinn Emiliano Martinez eftir leikinn.
Mynd: Getty Images
„Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af leikmönnunum," sagði kampakátur Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir 2-0 sigur á Manchester City í undanúrslitum þeirrar elstu og virtustu.

Arsenal er komið í úrslitaleikinn og mætir þar annað hvort Chelsea eða Manchester United.

„Ég er sorgmæddur að við getum ekki fagnað þessu með stuðningsmönnum okkar."

„Við gerðum það sem við þurftum að gera; við nýttum okkar færi og allir lögðu allt í sölurnar. Leikmenn okkar ná mjög vel saman og þeir hafa trú á því sem við erum að gera."

Arsenal vann Liverpool fyrr í þessari viku í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið ótrúleg vika. Við erum búnir að vinna tvö bestu lið Evrópu."

Arteta er fyrrum aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Man City og um samskipti sín við Guardiola eftir leik, sagði Arteta: „Ég gaf honum fimmu og óskaði honum góðs gengis. Ég elska hann eins og ég gerði í gær."
Athugasemdir
banner
banner
banner