Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. júlí 2020 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher hrósar Arteta fyrir sigra gegn tveimur bestu liðunum
Arteta á æfingasvæðinu.
Arteta á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool sem starfar sem sérfræðingur fyrir Sky Sports, hrósar Mikel Arteta, stjóra Arsenal, á Twitter í kvöld.

Arteta stýrði Arsenal til sigurs í undanúrslitum bikarsins gegn sínu fyrrum félagi, Manchester City.

Arteta kemur úr skóla Pep Guardiola, stjóra Manchester City, sem er þekktur fyrir mjög fallegan fótbolta. Arteta hefur hins vegar að undanförnu náð flottum árangri með lið Arsenal með áherslu á þéttan varnarleik.

„Arteta tók við Arsenal og allir bjuggust við Pep-leikstíl í hverri viku. Arsenal er ekki (enn) með leikmennina fyrir það svo hann breytti leikkerfi og hugmyndum sínum til að vinna tvö bestu lið landsins á fjórum dögum. Það er frábær stjórnun," skrifar Carragher.

Arsenal lagði Liverpool að velli, 2-1, fyrr í þessari viku.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner