Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. júlí 2020 22:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Luiz eftir stórleik: Félagið á skilið titil
David Luiz í leiknum.
David Luiz í leiknum.
Mynd: Getty Images
David Luiz átti stórgóðan leik í vörn Arsenal er liðið hafði betur gegn Manchester City í undanúrslitum enska bikarsins, 2-0.

Luiz átti eina verstu innkomu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í 3-0 tapi gegn Man City fyrir mánuði síðan. Í kvöld steig hann varla feilspor og var maður leiksins. Matraðarleikur síðast hjá Luiz, draumaleikur núna.

„Þetta eru frábær úrslit gegn einu besta liði Evrópu. Við vorum auðmjúkir, skildum hvernig við þurftum að spila og við nýttum tækifærin til að skora," sagði Luiz í viðtali eftir leikinn.

Luiz hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Hann segir það allt hluta af boltanum.

„Þetta er hluti af fótbolta. Ég hef lagt mikið á mig á hverjum degi eftir mistökin sem ég hef gert. Ég var auðmjúkur til að vinna meira og meira fyrir liðið. Við munum reyna að vinna titil því félagið á það svo sannarlega skilið."

Sjá einnig:
Einkunnir Arsenal og Man City: Martöð síðast en draumur núna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner