Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. júlí 2020 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Arsenal í úrslit - Arteta sá við fyrrum yfirmanni sínum
Gleðin við völd.
Gleðin við völd.
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 0 Manchester City
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('19 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('71 )

Arsenal er komið í úrslit elstu og virtustu bikarkeppni í heimi, ensku bikarkeppninnar, eftir sigur gegn Manchester City á Wembley.

Markavélin Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir á 19. mínútu þegar hann stýrði fyrirgjöf Nicolas Pepe í netið.

Man City fann fá svör eftir það. Arsenal varðist vel, eins og þeir gerðu gegn Liverpool, og City náði ekki að leysa það. Emiliano Martinez var vel á verði fyrir aftan vörnina, en hann hefur verið mjög góður eftir að Bernd Leno meiddist.

City lagði mikla áherslu á sóknarleikinn, skiljanlega, en of mikil áhersla á sóknarleik getur valdið óróleika í vörninni og þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Aubameyang sitt annað mark eftir skyndisókn.

Þar við sat og lokatölur 2-0 fyrir Arsenal, sem tapaði 3-0 fyrir Man City í deildinni fyrir mánuði síðan. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sá í kvöld við sínum fyrrum yfirmanni, Pep Guardiola. Arteta er fyrrum aðstoðarstjóri Man City, en hann hætti í því starfi fyrr á þessu tímabili til að taka við Arsenal.

Arsenal mun annað hvort mæta Chelsea eða Manchester United í úrslitaleiknum 1. ágúst. Þau tvö lið mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner