Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. júlí 2020 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Við erum bara manneskjur
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
„Við vorum bara ekki góðir," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 2-0 tap gegn Arsenal í undanúrslitum enska bikarsins.

„Eina eftirsjáin er ekki að tapa leiknum - það getur gerst - hún er sú að við spiluðum ekki fyrri hálfleikinn eins og þann seinni. Við spiluðum ekki vel á degi þar sem við urðum að gera það."

Manchester City er búið að vinna tvo titla á þessu tímabili (Samfélagsskjöldinn og deildabikarinn) og á núna bara möguleika á þremur. Meistaradeildin er eftir.

„Ef þú spilar ekki í 90 mínútur í undanúrslitaleik þá getur þetta gerst. Við spiluðum ekki vel, við erum bara manneskjur. Andstæðingurinn spilaði vel, stundum gerist þetta."

„Við viljum spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar," segir Guardiola sem hefur ekki unnið Meistaradeildina síðan 2011 þegar hann gerði það með Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner