Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 18. júlí 2020 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Andri fékk hálftíma í tapi á San Siro
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn stórefnilegi, Andri Fannar Baldursson, kom inn á sem varamaður á 60. mínútu þegar lið hans, Bologna, tapaði 5-1 gegn AC Milan á San Siro í Mílanó.

Andri er aðeins 18 ára gamall, en þetta er í annað sinn á innan við tveimur vikum þar sem hann spilar á San Siro. Hann gerði það einnig gegn Inter þar sem Bologna vann óvæntan 2-1 sigur.

Það var lítið óvænt við úrslitin í kvöld þar sem AC Milan vann sannfærandi sigur. Milan fer upp fyrir Napoli með þessum sigri en Bologna er áfram í tíunda sæti.

Hellas Verona náði í gott stig gegn sjóðheitu liði Atalanta og þá gerðu Cagliari og Sassuolo 1-1 jafntefli.

Verona 1 - 1 Atalanta
0-1 Duvan Zapata ('50 )
1-1 Matteo Pessina ('59 )

Milan 5 - 1 Bologna
1-0 Alexis Saelemaekers ('10 )
2-0 Hakan Calhanoglu ('24 )
2-1 Takehiro Tomiyasu ('44 )
3-1 Ismael Bennacer ('49 )
4-1 Ante Rebic ('57 )
5-1 Davide Calabria ('90 )

Cagliari 1 - 1 Sassuolo
0-1 Francesco Caputo ('12 )
1-1 Joao Pedro ('63 )
Rautt spjald: Andrea Carboni, Cagliari ('48)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner